Leikritið Fjögur hjörtu frumsýnt á Renniverkstæðinu Höfundurinn viðstaddur LEIKRIT Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fjögur hjörtu, var frumsýnt á Bing Dao-Renniverkstæðinu á Akureyri sl. fimmtudagskvöld og var höfundurinn viðstaddur frumsýninguna ásamt konu sinni.
Leikritið Fjögur hjörtu frumsýnt á Renniverkstæðinu Höfundurinn

viðstaddur

LEIKRIT Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fjögur hjörtu, var frumsýnt á Bing Dao-Renniverkstæðinu á Akureyri sl. fimmtudagskvöld og var höfundurinn viðstaddur frumsýninguna ásamt konu sinni. Leikritið hefur verið sýnt í Loftkastalanum í Reykjavík undanfarin misseri en verkið er sýnt á Akureyri um helgina og næstu tvær helgar í samstarfi við Loftkastalann.

Fjórir af farsælustu leikurum þjóðarinnar leggja saman í verkinu, þeir Árni Tryggvason, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Haraldsson og Bessi Bjarnason. Á myndinni eru f.v. Trausti Ólafsson, leikhússtjóri LA, Anna Ólafsdóttir, eiginkona höfundar, Ólafur Jóhann Ólafsson og Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi.

Morgunblaðið/Björn Gíslason