EFTIRFARANDI námskeið eru meðal þess sem verður í Förðunarskóla Íslands á skólaárinu 1998-1999 Í grunni 1 eru kennd undirstöðuatriði ljósmynda- og tískuförðunar. Farið er í litgreiningu, litasamsetningar og litaval. Nemendur fræðast um hár, förðun og hreinlæti. Þá er farið ítarlega í tískustrauma og tískuförðun.
Förðunarskóli

Íslands

EFTIRFARANDI námskeið eru meðal þess sem verður í Förðunarskóla Íslands á skólaárinu 1998-1999

Í grunni 1 eru kennd undirstöðuatriði ljósmynda- og tískuförðunar. Farið er í litgreiningu, litasamsetningar og litaval. Nemendur fræðast um hár, förðun og hreinlæti. Þá er farið ítarlega í tískustrauma og tískuförðun.

Í grunni 2 er kennd förðun fyrir litaðar konur, fantasíuförðun með vatnslitum, fortíðarförðun og tískan í dag.

Leikhúsförðun í skólanum er hönnuð af fagmönnum og verða nemendum kennd og sýnd flest undirstöðuatriði í leikhúsförðun. Þar á meðal latexvinna, gifsvinna, meðferð á hárkollum, seggvinna, öldrun og ynging svo dæmi sé tekið.

Kvikmyndaförðun er þriggja mánaða námskeið sem verður næsta vor. Það felst m.a. í hárvinnu, förðun til að elda og yngja, brellusárum, sjónvarpsförðum og heimsóknum í kvikmyndaver.

Skólastjóri er Anna Toher og heimasíðan er www.fardi.com.