BÖRN og unglingar á öllum aldri ættu að geta fundið leiklistarnámskeið við hæfi í Kramhúsinu. Eftirfarandi námskeið eru í boði: Leiklist fyrir 4­6 ára. Unnið út frá ævintýrum, þekktum jafnt sem heimatilbúnum, með áherslu á hið leikræna. Leitast er við að örva og virkja eðlilegt hugmyndaflug barnanna. Myndlist og leiklist fyrir 7­9 ára.
Leiklist fyrir alla krakka í Kramhúsinu

BÖRN og unglingar á öllum aldri ættu að geta fundið leiklistarnámskeið við hæfi í Kramhúsinu. Eftirfarandi námskeið eru í boði:

Leiklist fyrir 4­6 ára. Unnið út frá ævintýrum, þekktum jafnt sem heimatilbúnum, með áherslu á hið leikræna. Leitast er við að örva og virkja eðlilegt hugmyndaflug barnanna.

Myndlist og leiklist fyrir 7­9 ára. Listgreinarnar tvær tvinnaðar saman ­ út frá myndlistinni spinnast sögur og persónur sem síðan fá líf.

Leiklist fyrir 10­12 og 13­15 ára. Áhersla lögð á að virkja leikgleði og sköpunarkraft hvers og eins. Markmiðið er að þroska persónuleika einstaklingsins, samstarfshæfileika hans og öryggi. Raddæfingar, textavinna og spuni.

Leiklist fyrir 18 ára og eldri. Nútímaleikhús, sem krefst mikils af þátttakendum, líkamlega jafnt sem andlega. Byggir upp þor, þol, einbeitingu, líkamlega færni og sterka rödd.