MYNDLISTARSKÓLINN í Reykjavík hefur flutt í eigið húsnæði á Hringbraut 21 eða á aðra hæð í JL húsinu. Námskeiðahald byrjar þar 28. september næstkomandi. Um er að ræða 1400 fm rými sem keypt var með styrk frá Reykjavíkurborg og er verið að innrétta það þessa dagana. Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn og er það Þóra Sigurðardóttir myndlistarmaður.
Myndlistarskólinn í nýju húsnæði

MYNDLISTARSKÓLINN í Reykjavík hefur flutt í eigið húsnæði á Hringbraut 21 eða á aðra hæð í JL húsinu. Námskeiðahald byrjar þar 28. september næstkomandi.

Um er að ræða 1400 fm rými sem keypt var með styrk frá Reykjavíkurborg og er verið að innrétta það þessa dagana.

Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn og er það Þóra Sigurðardóttir myndlistarmaður.

Námsefnið í skólanum er fjölbreytt og hannað fyrir alla aldurshópa.

Morgunblaðið/Jim Smart MYNDLISTARSKÓLINN í Reykjavík verður í JL húsinu í framtíðinni.