EF BROOKE Shields fær ekki bráðabirgðalögbann verða nektarmyndir af henni 10 ára gamalli á sýningu í næsta mánuði í New York. Fyrirhugað er að sýning á ljósmyndum Garry Gross verði opnuð 11. september í "American Fine Arts"-listasafninu. Hann tók nektarmyndir af Shields árið 1975, að því er New York Post greinir frá.

Umdeildar myndir af Brooke

Shields 10 ára

EF BROOKE Shields fær ekki bráðabirgðalögbann verða nektarmyndir af henni 10 ára gamalli á sýningu í næsta mánuði í New York. Fyrirhugað er að sýning á ljósmyndum Garry Gross verði opnuð 11. september í "American Fine Arts"-listasafninu. Hann tók nektarmyndir af Shields árið 1975, að því er New York Post greinir frá.

Sýningin verður með 10 til 15 myndum af Brooks í yfirlitssýningu frá ferli Gross. Árum saman barðist Shields fyrir því að birting myndanna yrði bönnuð, en hún tapaði málaferlunum árið 1983. Gross sagði dagblaðinu að hann vonaði að hún væri ekki lengur andsnúin myndunum. "Hún er á fertugsaldri og hefur náð fótfestu í leiklistinni. Ég vona að hún hafi þroskaðra viðhorf," sagði Gross. Talsmaður Shields vildi ekki tjá sig um málið.