NEMENDAÞJÓNUSTAN hefur á þeim fimmtán árum sem hún hefur starfað veitt grunnskóla,- framhaldsskóla-, og háskólanemum aðstoð við skólanám sitt. Kennt er á stuttum námskeiðum og einnig í heilum önnum. Mest er um einkatíma en einnig er um að ræða tveggja til þriggja manna hópa. Jón Eggert Bragason kennari mun reka Nemendaþjónustuna í vetur.
Einkatímar

nemenda

NEMENDAÞJÓNUSTAN hefur á þeim fimmtán árum sem hún hefur starfað veitt grunnskóla,- framhaldsskóla-, og háskólanemum aðstoð við skólanám sitt. Kennt er á stuttum námskeiðum og einnig í heilum önnum. Mest er um einkatíma en einnig er um að ræða tveggja til þriggja manna hópa.

Jón Eggert Bragason kennari mun reka Nemendaþjónustuna í vetur. Hann segir að þjálfaðir kennarar starfi hjá fyrirtækinu en því er skipt í tvær deildir: Fræðsludeild og ráðgjafardeild. Einkatíminn kostar 1575 krónur.Jón Eggert Bragason