ÞAÐ er vaxandi áhugi hjá almenningi að læra að sigla," segir Benedikt H. Alfonsson hjá Siglingaskólanum í Vatnsholti 8 í Reykjavík. "Áhugi á að sigla skútum er mikill að mínu mati," segir Benedikt sem hefur verið að kenna á þær í sumar. Siglingaskólinn er með kennsluskútu í Austurbugt 3 í Reykjavíkurhöfn.
Að kunna að sigla skútu

ÞAÐ er vaxandi áhugi hjá almenningi að læra að sigla," segir Benedikt H. Alfonsson hjá Siglingaskólanum í Vatnsholti 8 í Reykjavík.

"Áhugi á að sigla skútum er mikill að mínu mati," segir Benedikt sem hefur verið að kenna á þær í sumar. Siglingaskólinn er með kennsluskútu í Austurbugt 3 í Reykjavíkurhöfn.

Siglingaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1984 og útskrifað um 900 nemendur af bóklegum námskeiðum og um 400 af verklegum námskeiðum í skútusiglingum.

Próf frá skólanum veita atvinnuréttindi til að stjórna allt að 30 rúmlesta skipum hafi viðkomandi tilskilinn siglingatíma sem er 18 mánuðir á fiski- og vinnubáti.

Til að leigja skútu eða mótorbát til að sigla sjálfur í útlöndum þarf hafsiglinganámskeið.

Námskeið Siglingaskólans heita 30 tonna skipstjórnarpróf, skútusiglingar, hafsiglingar og úthafssiglingar.

Benedikt segir að töluvert sé um að nemendur komi í skólann til að læra siglingafræði og að sigla skútum.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðunni www.centrum.is/siglingaskolinn.