Alliance Francaise stendur fyrir frönskukennslu frá miðjum september til júníloka. Auk þess eru í boði einkatímar í samráði við kennara skólans. Meðal þess sem er í undirbúningi hjá AF er námskeið með áherslu á hótel og ferðamál fyrir fólk sem hefur þokkalegan grunn í franskri tungu og vill sérhæfa sig á þessu sviði. Nemendur skólans hafa verið u.þ.b.
Alliance Francaise

Alliance Francaise stendur fyrir frönskukennslu frá miðjum september til júníloka. Auk þess eru í boði einkatímar í samráði við kennara skólans. Meðal þess sem er í undirbúningi hjá AF er námskeið með áherslu á hótel og ferðamál fyrir fólk sem hefur þokkalegan grunn í franskri tungu og vill sérhæfa sig á þessu sviði.

Nemendur skólans hafa verið u.þ.b. 250-300 á síðasta skólaári. AF er í Austurstræti 3 í Reykjavík og er þar m.a. að finna bókasafn, myndbandasafn, hljóðsnældur og geisladiska. AF er miðstöð fyrir löggild DELF og DALF próf en þau eru viðurkennd af Evrópusambandinu. Handhafi DALF öðlast rétt til að stunda nám í frönskum háskólum.

Námskeið við skólann standa frá 14. september til 11. desember 1998, 18. janúar til 16. apríl 1999 og 26. apríl til 18. júní 1999. Innritun á fyrstu námskeiðin fer fram dagana 1. ­ 11. september.

Frönskutíminn kostar 340 krónur. Forstöðumaður er ráðinn og fær greidd laun frá franska utanríkisráðuneytinu sem einnig veitir AF fjárveitingu fyrir starfsemi sinni.

AF er bæði skóli og menningarmiðstöð. Við skólann eru sex kennarar auk ritara og forstöðukonu. Skólinn er öllum opinn. Kennararnir eru Frakkar eða Íslendingar sem dvalið hafa lengi í Frakkalandi og fylgjast vel með franskri menningu.

AF stofnaði haustið 1996 skóla fyrir börn frönskumælandi foreldra.