EMMANUEL Petit, leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem var í heimsmeistaraliði Frakka á heimavelli í síðasta mánuði, hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem sækir Íslendinga heim á Laugardalsvöll hinn 5. september nk. vegna fyrsta leiksins í undankeppni Evrópumóts landsliða.

Petit ekki með

Frökkum gegn

Íslendingum EMMANUEL Petit, leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem var í heimsmeistaraliði Frakka á heimavelli í síðasta mánuði, hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem sækir Íslendinga heim á Laugardalsvöll hinn 5. september nk. vegna fyrsta leiksins í undankeppni Evrópumóts landsliða.

Petit tilkynnti í gær að hann hygðist gangast undir ennisholuaðgerð um svipað leyti og landsleikurinn yrði háður ­ hann gæti því ekki slegist með í för. Hann missir samt ekki af neinum leik Arsenal vegna aðgerðarinnar. Auk þess má geta að knattspyrnustjóri félagsins, Frakkinn Arsene Wenger, sagði í gær að Hollendingurinn Dennis Bergkamp myndi ekki taka þátt í neinum útileikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu vegna flughræðslu sinnar.