Uppeldi barna í fornöld eins og sagt er frá því í fornsögum er næsta furðulegt í augum nútímafólks. Það stingur í augu hve algengt það var að foreldrar fælu öðrum uppeldi barna sinna. Greinarhöfundurinn, Guðjón Ingi Guðjónsson, segir að tala megi um þrenns konar fóstur samkvæmt þessum frásögnum, þ.e. ómagafóstur, frjálst fóstur og þjónustufóstur.
efni 29. agustUppeldi

barna í fornöld eins og sagt er frá því í fornsögum er næsta furðulegt í augum nútímafólks. Það stingur í augu hve algengt það var að foreldrar fælu öðrum uppeldi barna sinna. Greinarhöfundurinn, Guðjón Ingi Guðjónsson, segir að tala megi um þrenns konar fóstur samkvæmt þessum frásögnum, þ.e. ómagafóstur, frjálst fóstur og þjónustufóstur. Norska fræðakona, Else Mundal, telur að börn hafi verið í umsjá konu fyrstu árin, en eftir það hafi fóstrar tekið við drengjum, en fóstrur við stúlkubörnum.Itamar Even-Zohar

er ísraelskur menningarfræðingur, sem hefur Ísland að áhugamáli og er að þýða Njáls sögu á hebresku. Hann hefur fengist við að skoða hvernig jaðarhópar og smáir menningarheimar gera sig gildandi í samskiptum við ráðandi heildir. Í samtali við Þröst Helgason segir hann sögu okkar Íslendinga raunar með ólíkindum. Hann telur kraft, sjálfstraust og trú á að geta orðið miðpunkuturinn hafa verið drifkraft Íslendinga og segir, að sögu sjálfstæðisbaráttunnar yfirleitt þurfi að rannsaka betur.Norðrið

er vítt, segir Ari Trausti Guðmundsson í grein í greinaflokki sem hann ritar í Lesbók í tilefni af ári hafsins. Greinin fjallar um norðurslóðir í heild, sem bæði einkennast af langvarandi birtu og þjakandi löngu myrkri, en einnig af svala og ísalögum. Hvaða áhrif hafa slíkar aðstæður á fólk? En norðrið á líka sínar náttúruauðlindir og hinar eldri aðferðir til að lifa lífinu hafa skapað gildi og hefðir sem lúta náttúrunni. Varkárni gagnvart henni og virðing fyrir gjöfum hennar hefur átt sinn þátt í að rányrkja hefur sjaldan orðið hlutskipti fólksins.

Borgarskipulag

Önnur grein Bjarna Reynarssonar í röð sem hann nefnir Við aldahvörf, fjallar einkum um skipulag Reykjavíkur fram yfir miðja öldina og þá með hliðsjón af stefnum og straumum í skipulagsmálum sem bárust til landsins á sama tíma. Fyrsta skipulagsvinnan var einföld, þ.e. að raða niður húsum Innréttinganna í Kvosinni vestanverðri og mynda þannig hina fyrstu götu, Aðalstræti. Ýmsar hugmyndir um skipulag í Kvosinni komu fram á 19. öld, t.d. vildi Sigurður málari tengja Tjörnina við höfnina með skipaskurði.

FORSÍÐUMYNDIN: Þjóðleikhúsið frumsýnir í október leikrit eftir Ragnar Arnalds sem fjallar um séra Odd og Solveigu á Miklabæ. Af því tilefni fór leikhópurinn og aðrir aðstandendur sýningarinnar í vettvangsleiðangur norður í Skagafjörð í vikunni. Forsíðumyndina tók Golli af Vigdísi Gunnarsdóttur, sem leika mun Solveigu, við svonefndan Solkupytt, þar sem sumar heimildir herma að komið hafi til uppgjörs milli klerks og afturgöngu Solveigar.