MYNDLISTASKÓLI Margrétar var stofnaður árið 1994. Leiðbeinandi á námskeiðum í skólanum er Margrét Jónsdóttir en hún hefur lokið námi úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Margrét hefur kennt börnum og unglingum myndlist undanfarin ár við Foldaskóla, Grunnskóla Njarðvíkur, Langholtskóla og hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.
Myndlistaskóli Margrétar MYNDLISTASKÓLI Margrétar var stofnaður árið 1994. Leiðbeinandi á námskeiðum í skólanum er Margrét Jónsdóttir en hún hefur lokið námi úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Margrét hefur kennt börnum og unglingum myndlist undanfarin ár við Foldaskóla, Grunnskóla Njarðvíkur, Langholtskóla og hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Hún hefur einnig haldið námskeið í myndlist fyrir börn og fullorðna í Keflavík og Reykjavík síðastliðin átta ár. Í skólanum er boðið upp á byrjenda- og framhaldsnámskeið í myndlist fyrir fólk á öllum aldri. Kennt er í litlum hópum, hámark 8 manns, eða einkatímum. Fyrir fullorðna er um að velja: Teikningu I, II og III, vatnslita-, akríl-, olíu- og silkimálun, einnig myndvefnað og pappírsgerð. Fyrir börn og unglinga eru sérstök fjöltækninámskeið: Hvert námskeið er 40 kennslustundir, 4 kennslustundir í hvert skipti og stendur yfir í 10 vikur. Ýmis viðfangsefni eru á dagskrá, m.a. teikning, málun, leirmótun, klippimyndagerð, þrykk og pappírsgerð. Tilgangur námskeiðanna er að veita börnum og unglingum tækifæri til að kynnast mismunandi tækni og meðferð ólíkra efna til myndsköpunar. Skráning hefst 16. september og námskeiðin byrja í lok september. Myndlistaskóli Margrétar Laugavegi 33 101 Reykjavík Sími: 562 2457 og 552 6570 Netfang: sambeÊcentrum.is