LANDSSÍMINN hefur opnað á ný verslun í Kringlunni eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Innréttingar voru hannaðar af Bryndísi Evu Jónsdóttur og Júlíu Guðrúnu Ingólfsdóttur hjá Ofnasmiðjunni. Aðalverktaki var Sérverk ehf. en nokkuð er síðan rekstri trésmíðaverkstæðis Landssímans var hætt. Undirverktakar voru fjölmargir. Verslunin í Kringlunni verður opin frá kl.
Landssíminn opnar verslun á ný í Kringlunni

LANDSSÍMINN hefur opnað á ný verslun í Kringlunni eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Innréttingar voru hannaðar af Bryndísi Evu Jónsdóttur og Júlíu Guðrúnu Ingólfsdóttur hjá Ofnasmiðjunni. Aðalverktaki var Sérverk ehf. en nokkuð er síðan rekstri trésmíðaverkstæðis Landssímans var hætt. Undirverktakar voru fjölmargir.

Verslunin í Kringlunni verður opin frá kl. 10­18 virka daga og frá kl. 10­16 á laugardögum. Mikið og gott úrval símtækja er í versluninni en auk þess geta viðskiptavinir fengið þar upplýsingar um þá þjónustu sem Síminn veitir s.s. vegna farsíma, Netsins og samnets (ISDN). Starfsmenn verða fimm og er Karl Emilsson verslunarstjóri.