BRÚARHLAUP Selfoss, hið áttunda í röðinni, fer fram laugardaginn 5. september. Að þessu sinni er hlaupið tileinkað öryggi í umferðinni. Einkunnarorð hlaupsins eru "Beltin bjarga." Hlaupið er með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Boðið er upp á 5 og 12 km hjólreiðar, 2,5 km skemmtiskokk, 5 og 10 km hlaup og hálfmaraþon, 21 km. Skráning í hlaupið hefst 28. ágúst kl.
Brúarhlaup Selfoss áttunda árið í röð

Hlaupið undir kjör-

orðinu "Beltin bjarga"

Selfossi. Morgunblaðið.

BRÚARHLAUP Selfoss, hið áttunda í röðinni, fer fram laugardaginn 5. september. Að þessu sinni er hlaupið tileinkað öryggi í umferðinni. Einkunnarorð hlaupsins eru "Beltin bjarga." Hlaupið er með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Boðið er upp á 5 og 12 km hjólreiðar, 2,5 km skemmtiskokk, 5 og 10 km hlaup og hálfmaraþon, 21 km. Skráning í hlaupið hefst 28. ágúst kl. 16 í Kjarnanum á Selfossi. Einnig verður skráning í Kjarnanum 29. ágúst og síðan 3.­4.sept. Við skráningu greiða þátttakendur skráningargjald sem er 1.000 kr fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Þá er einnig hægt að skrá sig á skrifstofu Ungmennafélags Íslands eða í gegnum heimasíðu hlaupsins, en slóðin inn á hana liggur um vefinn www.selfoss.is. Allir þátttakendur fá afhentan Brúarhlaupsbol við skráningu og þegar í mark er komið bíður þátttakenda verðlaunapeningur. Morgunblaðið/Sig. Fannar. FORVARSMENN Brúarhlaupsins klárir í slaginn við brúarstólpa Ölfusárbrúar.