HINN 1. september hefst 35. starfsár Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Markmið Tónskólans er að efla almenna tónlistarþekkingu og almenna iðkun tónlistar. Í skólanum gefst nemendum kostur á að þroska tónlistarhæfni sína og tónlistarsmekk í því skyni að gera tónlist að eðlilegum þætti í daglegu lífi.
Kennslustöðvar í úthverfum

HINN 1. september hefst 35. starfsár Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Markmið Tónskólans er að efla almenna tónlistarþekkingu og almenna iðkun tónlistar. Í skólanum gefst nemendum kostur á að þroska tónlistarhæfni sína og tónlistarsmekk í því skyni að gera tónlist að eðlilegum þætti í daglegu lífi.

Í honum leika hlið við hlið þeir sem hafa tónlist að áhugamáli og einnig hinir sem stunda alvarlegt nám í því skyni að gera tónlist að ævistarfi.

Fjöldi samleikshópa og hljómsveita starfa í skólanum og er hvers kyns hópvinna snar þáttur í námi flestra nemenda. Frá upphafi hefur það verið stefna skólans að gera námið aðgengilegt ungum nemendum, m.a. með því að stofna kennslustöðvar í úthverfum borgarinnar.

Skólinn starfar nú á fjórum stöðum, höfuðstöðvarnar eru á Engjateigi 1 en aðrir kennslustaðir eru við Hraunberg 2 í Breiðholti, í Árbæjarskóla og í Ártúnsskóla. Myndin er tekin á æfingu hljómsveitar skólans á sl. ári.HLJÓMSVEIT skólans á æfingu í mars síðastliðnum.