BJARNI Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., segist vera mjög sáttur við að ríkisstjórnin hafi ákveðið að selja allt hlutafé Fjárfestingarbankans og þá sérstaklega að ákvörðun um söluna sé komin og efnistöku hennar.
Bjarni Ármannsson

Mjög sáttur við ákvörðun um sölu FBABJARNI Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., segist vera mjög sáttur við að ríkisstjórnin hafi ákveðið að selja allt hlutafé Fjárfestingarbankans og þá sérstaklega að ákvörðun um söluna sé komin og efnistöku hennar.

"Það er ljóst að ríkissjóður ætlar að fara mjög hratt í sölu hlutafjár í Fjárfestingarbankanum til einkaaðila og í þeim anda sem ég kom inn í þetta fyrirtæki og upphafleg markmið með stofnun þess. Það var ekki markmiðið að búa til enn einn ríkisbankann heldur að búa til hagkvæma rekstrareiningu sem síðan yrði seld einkaaðilum sem hefðu áhuga á að starfa á þessum vettvangi," segir Bjarni.

Í yfirlýsingu viðskiptaráðherra um sölu hlutafjár í Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins kemur fram að við sölu Fjárfestingarbankans verði tryggt sjálfstæði hans sem samkeppnisaðila á íslenskum samkeppnismarkaði tryggt.

Bjarni segist leggja þannig út frá því að sú uppbygging og það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað innan bankans hugnist núverandi eigendum og þeir sjái hann sem þann aðila sem myndi mótvægi gagnvart viðskiptabankakerfinu. "Enda má nefna sem dæmi að vaxtamunur viðskiptabankanna í sex mánaða uppgjöri sem þeir hafa verið að skila á síðustu dögum lækkar um 0,4%. Ég tel að tilkoma Fjárfestingarbankans hafi ásamt ýmsu öðru átt þátt í að minnka vaxtamun hér á landi, bæði gagnvart fyrirtækjum og almenningi," segir Bjarni Ármannsson.