NOTENDUR teikni- og hönnunarforritsins AutoCAD eiga kost á margs konar námskeiðum í AutoCAD og stoðforritum með því. Snertill er sölu- og þjónustuaðili AutoCAD og býður upp á eftirtalin námskeið: AutoCAD R14 ­ Nýjungar. Notendur læra að setja upp vinnuumhverfið, kynnast nýjum samskiptagluggum, nota nýjar og bættar aðgerðir.

Námskeið í AutoCAD

NOTENDUR teikni- og hönnunarforritsins AutoCAD eiga kost á margs konar námskeiðum í AutoCAD og stoðforritum með því. Snertill er sölu- og þjónustuaðili AutoCAD og býður upp á eftirtalin námskeið:

AutoCAD R14 ­ Nýjungar. Notendur læra að setja upp vinnuumhverfið, kynnast nýjum samskiptagluggum, nota nýjar og bættar aðgerðir.

AutoCAD R14 ­ Grunnur. Farið er í alla þætti sem lúta að teiknivinnu, allt frá uppsetningu teikningarinnar til frágangs vegna útprentunar. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem ráðgera að nota AutoCAD R14 og hafa ekki neina grunnundirstöðu.

AutoCAD R14 ­ Framhald. Ætlað þeim notendum AutoCAD sem geta notað kerfið við venjulegar aðstæður en vilja bæta við sig þekkingu og notfæra sér kerfið til fullnustu. Farið er í notkun á teikni/pappírsham, tilvísunarteikningum, tengingum við Word og Excel, kynningu á 3D og fleira.

Upplýsingar um námskeið Snertils eru á heimasíðu fyrirtækisins: http: //www.snertill.is.