VERSLUNARKEÐJAN Nýkaup bauð í gær 10 tonn af nýjum kartöflum á eina krónu kílóið. Kartöflurnar voru nær allar uppseldar í verslunum Nýkaups um sjöleytið í gærkvöldi. Árni Ingvarsson, innkaupastjóri Nýkaups, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboðið hefði verið gert í samvinnu við kartöflubændur. "Aðaluppskerutíminn er að fara í hönd og búið að vera nægt framboð fram til þessa.

Nýkaup seldi kílóið af

kartöflum á eina krónu VERSLUNARKEÐJAN Nýkaup bauð í gær 10 tonn af nýjum kartöflum á eina krónu kílóið. Kartöflurnar voru nær allar uppseldar í verslunum Nýkaups um sjöleytið í gærkvöldi. Árni Ingvarsson, innkaupastjóri Nýkaups, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboðið hefði verið gert í samvinnu við kartöflubændur. "Aðaluppskerutíminn er að fara í hönd og búið að vera nægt framboð fram til þessa. Kartöfluneysla hefur jafnframt dregist saman undanfarin ár og því völdum við þessa leið til þess að vekja athygli á þessari vörutegund." "Þessi 10 tonn, af gullauga, rauðum og premium, voru teknar upp í gær og í morgun og fóru í verslanir okkar um klukkan 3 í dag. Þær eru nær allar búnar," sagði Árni. Árni sagði að kílóverðið á kartöflum hefði áður verið frá 49 krónum í 125 krónur. Hann sagðist ekki vita til þess að aðrar verslanir hefðu svarað tilboði Nýkaups. Árni sagði að Nýkaup hefði jafnframt boðið 10 tonn af kjúklingum á 397 krónur. "Kjúklingarnir eru um það bil að klárast."