EVRÓPUSAMBANDIÐ veittir árlega Leonardo da Vinci styrki sem íslenskum ungmennum hjá Vistaskiptum og námi gefst kostur á að nota til að fara í starfsnám til Austurríkis, Þýskalands og Bretlands. Oddný Kristinsdóttir fékk slíkan styrk og fór á vegum Vistaskipta til Austurríkis.
Gott að læra

tungumálið áður

Oddný Kristinsdóttir fór í starfsnám til Austurríkis. Hún starfaði meðal annars í golfklúbbi og á fínu hóteli.

EVRÓPUSAMBANDIÐ veittir árlega Leonardo da Vinci styrki sem íslenskum ungmennum hjá Vistaskiptum og námi gefst kostur á að nota til að fara í starfsnám til Austurríkis, Þýskalands og Bretlands. Oddný Kristinsdóttir fékk slíkan styrk og fór á vegum Vistaskipta til Austurríkis.

"Ég var útskrifuð sem stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og var að leita að leið til að kynnast menningu annarra þjóða," segir Oddný sem fór í starfsnám til Austurríkis.

"Ég var fyrst einn mánuð í Vín í skóla og fór síðan til starfa sumarið 1997 í Salzburg hjá golfklúbbi," segir hún, "en á meðan á náminu stendur eru nemendur í fríu húsnæði og fá einnig eina máltíð. Leonardo da Vinci styrkurinn dugði svo sem vasapeningur."

Áður en vinnu Oddnýjar lauk í golfklúbbnum voru félagsmenn búnir að útvega henni vinnu áfram á flottasta hótelinu í Kitzbuhel. Þetta er þekktur skíðastaður og þar er tennishöll. "Ég vann m.a. á barnum á hótelinu," segir hún og að þarna hafi hún verið um veturinn, þótt hinu eiginlega starfsnámi væri lokið.

"Það er mjög lærdómsríkt að fara út til að vinna og kynnast annarri menningu. Það er ágætt að vera búinn að læra málið í svona 2­3 ár áður en farið er. Ég hafði t.d. lært þýsku í skóla," segir hún.

Oddnýju tókst að teygja ferðina sína í 14 mánuði og ákvað að koma heim til að búa sig undir að hefja nám í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. "Ég varð að fá tíma til að "lenda" áður en ég byrjaði í skólanum," segir hún.

Hún segir að ferð sín hafi veitt sér víðsýni og að hún hafi kynnst mörgum sem hún ætli að halda áfram sambandi við.ODDNÝ að elda "bratwurzt" ofan í kylfinga sem tóku sér hvíld til að snæða í miðjum hring.