HJÚKRUNARFRÆÐI var önnur tveggja námsleiða er fyrstu nemendur Háskólans á Akureyri gátu valið, haustið 1987. Deildin var strax í upphafi nefnd heilbrigðisdeild þannig að fjölga mætti námsbrautum á sviði heilbrigðismála þegar fram liðu stundir. Nám í hjúkrunarfræði tekur 4 ár og lýkur með BS-prófi. Námið er 120 námseiningar, 30 einingar á ári.
Heilbrigðisdeild Háskólans á

Akureyri

HJÚKRUNARFRÆÐI var önnur tveggja námsleiða er fyrstu nemendur Háskólans á Akureyri gátu valið, haustið 1987.

Deildin var strax í upphafi nefnd heilbrigðisdeild þannig að fjölga mætti námsbrautum á sviði heilbrigðismála þegar fram liðu stundir. Nám í hjúkrunarfræði tekur 4 ár og lýkur með BS-prófi.

Námið er 120 námseiningar, 30 einingar á ári. Nemandi verður að ljúka fyrri hluta, þ.e. námsefni 1. og 2. árs, áður en nám er hafið á 3. ári. Hámarkstími til lokaprófs er 6 ár, 3 ár til að ljúka hvorum hluta. Á námstíma sínum skal nemandi afla sér þriggja mánaða starfsreynslu á heilbrigðisstofnunum utan skipulegs námstíma. Námið skiptist í haust- og vormisseri.