Stöð223.35 John Ford var ókrýndur konungur vestraleikstjóra og Mín kæra Klementína (My Darling Clementine, '46), var í hópi hans bestu mynda. Mikið hefur verið fjallað um átökin í Tombstone á efri hluta síðustu aldar, og þær þjóðsagnakenndu persónur sem þar komu við sögu. Wyatt Earp, Doc Holliday og Clantonbræður.
Tombstone að hætti

meistara Ford Stöð 2 23.35 John Ford var ókrýndur konungur vestraleikstjóra og Mín kæra Klementína (My Darling Clementine, '46) , var í hópi hans bestu mynda. Mikið hefur verið fjallað um átökin í Tombstone á efri hluta síðustu aldar, og þær þjóðsagnakenndu persónur sem þar komu við sögu. Wyatt Earp, Doc Holliday og Clantonbræður. Ford elskaði vestrið, tilfinning hans fyrir gengnum frægðartímum og ótrúlegri sögu og persónum er gegnheil. Virðingin fyrir viðfangsefninu sýnir sig í vammlausum vinnubrögðum, hvernig sem litið er á meistaraverk sem þetta, og Cheyenne Autumn, Stagecoach, The Man Who Shot Liberty Wallace, The Searchers, svo aðeins örfá séu nefnd. Að þessu sinni fer stórleikarinn Henry Fonda með hlutverk Wyatts. Bræður hans eru leiknir af frægum Fordleikurum; Tim Holt og Ward Bond og Victor Mature er merkilega fylginn sér sem Doc. Þetta eru góðu strákarnir. Þeir vondu eru túlkaðir af engu síðri skapgerðarleikurum. Walter Brennan fer með hlutverk höfuðs Clantonanna og John Ireland leikur elsta soninn. Með helstu kvenpersónurnar fara Linda Darnell, Jane Darwell (Þrúgur reiðinnar ­ Grapes of Wrath), og Cathy Downs fer með aðalhlutverkið. Myndin fer vandlega ofaní saumana á atburðarásinni og endar í hinu fræga uppgjöri, kenndu við réttina O.K. Stórkostleg og klassísk. Missið ekki af henni. Sæbjörn Valdimarsson