MARGMIÐLUN gerði nýverið samning við fjarkennslufyrirtækið DPEC Inc. sem hefur þróað hátt í 200 fjarkennslunámskeið. Námskeiðin eru á Netinu og eru geymd á fjarkennslumiðlara Margmiðlunar. Námskeiðin eru hönnuð til að gefa fyrirtækjum og einstaklingum nýjan valkost við símenntun og endurmenntun.
Margmiðlun gerir samning við DPEC

MARGMIÐLUN gerði nýverið samning við fjarkennslufyrirtækið DPEC Inc. sem hefur þróað hátt í 200 fjarkennslunámskeið. Námskeiðin eru á Netinu og eru geymd á fjarkennslumiðlara Margmiðlunar. Námskeiðin eru hönnuð til að gefa fyrirtækjum og einstaklingum nýjan valkost við símenntun og endurmenntun.

Meðal námskeiða eru grunn- og framhaldsnámskeið fyrir öll forrit í MS-Office pakkanum frá Microsoft s.s. Word, Excel, Powerpoint og Access, en þar fyrir utan er hægt að fá ýmis grunnnámskeið ásamt sérhæfðari námskeiðum. T.d. eru tíu sérhæfð námskeið um Windows/NT, sex um Oracle, sex um SQL Server og svo mætti lengi telja.

Margmiðlun ætlar sér að markaðssetja fjarnámskeiðin sem hagkvæman kost fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að stunda símenntun í síbreytilegu tölvuumhverfi dagsins í dag. Eftir hvert námskeið getur nemandi tekið próf í efninu og geymir kerfið upplýsingar um árangurinn.

Aðgangur er seldur að fjarkennslumiðlaranum mánuð í senn og getur notandi tekið eins mörg námskeið og hann vill þann mánuð sem hann kaupir leyfið.

Eftirfarandi flokkar og fjöldi námskeiða eru í boði:

Skrifstofuhugbúnaður og grunnur (21)

Forritunarmál og hugbúnaðarþróun (48)

Netvinnsla - LAN/HTML/Internet/Java og TCP/IP (37)

Gagnagrunnar - Client/Server, Mainframe, PC (36)

Stýrikerfi (31)

Viðskiptafræði og stjórnun (22)

Hægt er að lesa meira um fjarnámskeiðin á vefmiðlara Margmiðlunar http://www.mmedia.is/dpec/

Framkvæmdastjóri Margmiðlunar hf. er Stefán Hrafnkelsson.