ENGIN starfsmenntun er endanleg nú á tímum þegar tækni og atvinnulíf eru í stöðugri þróun. Þannig þarf fólk stöðugt að bæta við þekkingu sína og hæfni, ætli það að taka þátt. Fræðslusambandið Símennt, sem stofnað var af Ungmennafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Bændasamtökunum í árslok 1996, stuðlar að fullorðinsfræðslu um land allt, með ofangreint í huga.
Fræðslusambandið Símennt Menntun er æviverk

ENGIN starfsmenntun er endanleg nú á tímum þegar tækni og atvinnulíf eru í stöðugri þróun. Þannig þarf fólk stöðugt að bæta við þekkingu sína og hæfni, ætli það að taka þátt.

Fræðslusambandið Símennt, sem stofnað var af Ungmennafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Bændasamtökunum í árslok 1996, stuðlar að fullorðinsfræðslu um land allt, með ofangreint í huga.

Í haust verða á vegum Símenntar námskeið víða um land í ræðumennsku, fundahaldi, foreldrastarfi, stjórnun og rekstri félaga, stefnumótun og kynningarmálum o.fl. Einnig eru námskeið sérsniðin að þörfum hópa ef óskað er. Allar nánari upplýsingar veitir Fræðslusambandið Símennt, Fellsmúla 6 í Reykjavík.