SKRÍMSLAMYNDIN Godzilla var frumsýnd á Íslandi nú á dögunum. Í tilefni af því ákváðu forráðamenn Stjörnubíós, sem er eitt þeirra kvikmyndahúsa sem sýnir myndina, að halda teiti eftir sýningu á myndinni síðastliðið föstudagskvöld. Það var hljómsveitin Gos sem spilaði fyrir Godzilla-aðdáendur á skemmtistaðnum Inferno auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar.
Teiti til heiðurs GodzillaSKRÍMSLAMYNDIN Godzilla var frumsýnd á Íslandi nú á dögunum. Í tilefni af því ákváðu forráðamenn Stjörnubíós, sem er eitt þeirra kvikmyndahúsa sem sýnir myndina, að halda teiti eftir sýningu á myndinni síðastliðið föstudagskvöld.

Það var hljómsveitin Gos sem spilaði fyrir Godzilla-aðdáendur á skemmtistaðnum Inferno auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar. Godzilla er ein af stórmyndum sumarins og er gerð af sömu aðilum og gerðu sumarsmellinn "Independance Day." Hún fjallar um risavaxna eðlu sem ógnar meðal annars íbúum New York og framtíð mannkyns er undir því komin að henni verði útrýmt. Að sjálfsögðu er boðið uppá tilheyrandi tæknibrellur og sprengingar.Morgunblaðið/Jón Svavarsson CHRISTOF Wehmeier og Karl Schiöth frá Stjörnubíói sem stóð að Godzilla- teitinu.ÞURÍÐUR Guðmunda Ágústsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir voru á rólegu nótunum við kertaljós.SIGURÞÓR Hjalti Gústafsson, Halldór Sigurðsson, Úlfar Kári Guðmundsson í Godzilla-skapinu.HLJÓMSVEITIN Gos spilaði fyrir gesti Inferno til heiðurs skrímslinu Godzilla.