Íslenskir tónlistarvefir eru legíó og fer sífellt fjölgandi. Þeir eru og allmargir vefirnir sem tengjast tónlist óbeint, eins og hljóðfæraverslanir og þar fram eftir götunum. Eitt besta safn tónlistartengla sem um getur á Íslandi er á slóðinni http://rvik.ismennt.is/Ìjonhs/ í umsjá Jóns Hrólfs Sigurjónssonar.
VEFFÖNG Íslenskir tónlistarvefir eru legíó og fer sífellt fjölgandi. Þeir eru og allmargir vefirnir sem tengjast tónlist óbeint, eins og hljóðfæraverslanir og þar fram eftir götunum. Eitt besta safn tónlistartengla sem um getur á Íslandi er á slóðinni http://rvik.ismennt.is/Ìjonhs/ í umsjá Jóns Hrólfs Sigurjónssonar. Þar er að finna meðal annars mikið tenglasafn íslenskra hljómsveita, þar á meðal margar sem fæstir hafa heyrt getið áður, eins og Greip(ar?, s?), Dixie- bandsins Andarinnar, Supermono og gleðidauðarokksveitarinnar Ohgeath svo dæmi séu tekin, en einnig eru inni tenglar sem lifa hljómsveitir sínar, eins og Texas Jesú og Dúndurfrétta og jafnvel finnst ekki síða eins og hjá Andhéra. Annars eru saman komnar á einn stað slóðir Bang Gang, Geysis, Karlakórs Akureyrar, Greifanna, Gus Gus, Heimskórsins, Iceland Trio, J.J. Soul Band, Kombósins Kóngulóarbandsins, Kukls, Maus, Mezzoforte, Nomos Duo, Quarashi, Reptilicus, Rjúpunnar, Sálarinnar hans Jóns míns, Soðinnar fiðlu, Sóldaggar, Subterranean, Ununar og 200.000 naglbíta svo dæmi séu tekin. Einstakir tónlistarmenn eiga líka tengla á síðum Jóns Hrólfs, til að mynda Andrea Gylfadóttir, Birgir Baldursson, Bjarki Sveinbjörnsson, Björk, Björn Thoroddsen, Edda Erlendsdóttir, Eðvarð Lárusson, Eidur Arnarson, Eyþór Gunnarsson, Emilíana Torrini, Friðrik Karlsson, Dr. Gunni, Gylfi Ægisson, Haukur Nikulásson, Heiða, Hörður Torfa, Ingvi Þór Kormáksson, J.J. Soul, Kjartan Ólafsson, Margrét Örnólfsdóttir, Stefán Hilmarsson, Þór Eldon og Þórir Baldursson, en alls er á níunda tug nafna á síðunni. Á tónlistarsíðunum er einnig að finna fjölda annarra tengla. Tónlistarmenn eru sífellt að brenna sig á því að hafa ekki kynnt sér samningsmál betur áður en þeir skrifuðu undir. FÍH er með prýðilegt vefsetur á slóðinni http://www.fih.is/ þar sem lesa má um sitthvað viðkomandi tónlist, meðal annars um hvað þurfi að hafa í huga þegar samningur er gerður um útgáfu. Eins og getið var er á tenglasíðu Jóns Hrólfs fjöldinn allur af hljómsveitatenglum. Einn sá besti er án efa vefur Quarashi, sem mikil vinna hefur verið lögð í, en slóðin er http://www.this.is/quarashi. Stefán Hilmarsson hefur hellt sér út í heimasíðugerð og náð góðum tökum á því eins og sjá má á heimasíðu hans á slóðinni http://www.mmedia.is/stefanhilmars/ord.html. Þar er ýmislegt skemmtiefni að finna. Stefán hannaði líka heimasíðu hljóðfæraverslunarinnar Samspils, http://artemis.centrum.is/Ìsamspil/. Á heimasíðu Samspils má meðal annars lesa að Samspil sé átta ára verslun sem upphaflega var aðeins ætluð slagverki. Fljótlega var þó fleiri vöruflokkum bætt við og í dag fást þar gítarar, bassar, hljóðkerfi, magnarar, strengir og snúrur, svo eitthvað sé nefnt, en megináherslan á trommur og slagverk. Hægt er að skoða ýmislegan varning en ekki er boðið upp á að kaupa vörur beint á netinu.