KIRK Douglas hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann fékk hjartaáfall fyrir tveimur og hálfu ári. Það stendur þó til bóta. Tökur á myndinni "Sundowning" með honum og Dan Aykroyd hefjast í október. Þá er hann einnig með í bígerð að leika ásamt syni sínum í "A Song for David" en þeir eru að bíða eftir því að handritið verði fullunnið.
Stutt

Kirk Douglas

aftur í kvikmynd

KIRK Douglas hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann fékk hjartaáfall fyrir tveimur og hálfu ári. Það stendur þó til bóta. Tökur á myndinni "Sundowning" með honum og Dan Aykroyd hefjast í október. Þá er hann einnig með í bígerð að leika ásamt syni sínum í "A Song for David" en þeir eru að bíða eftir því að handritið verði fullunnið. Síðasta mynd sem Kirk Douglas lék í var "Greedy" eða Gráðugur árið 1994.

Sefur hjá

leikstjóranum

RANDY Quaid sefur hjá leikstjóranum. Það er reyndar afsakanlegt þar sem hann er líka giftur honum. Eva, konan hans, leikstýrir nefnilega gamanmyndinni "The Debtors" og auk Quaid leika í myndinni Michael Caine og Phyllis Diller. "Ég hlýt að vera kolklikkaður að láta konuna mína leikstýra mér," segir Quaid í samtali við Variety. Þegar hann er spurður hvort hún hafi gert það áður svarar hann: "Aðeins í svefnherberginu." Hann bætti síðan við að hún stæði sig afbragðs vel.

Beastie Boys

taka út þroska

ADAM Yauch úr Beastie Boys segir að áhugi sinn á frelsi Tíbet sé til marks um að hann hafi tekið út þroska. Milarepa-sjóðurinn, sem hann stofnaði, hefur fjármagnað heimildarmynd með myndum frá frelsistónleikum Tíbet árið 1996, þar sem Björk kom meðal annars fram, og viðtölum vegna yfirráða Kína yfir Tíbet.

"Áður fyrr sagði maður alls konar vitleysu," segir Yauch í samtali við Boston Globe, "og ég sá að það hafði slæmar afleiðingar. Krakkar komu upp að mér og sögðu: "Ég hlusta á plöturnar þínar og reyki [engla]ryk." Og ég sagði: "Heyrðu, við erum að gera að gamni okkar. Ég reyki það aldrei." Yauch segir að honum sé mun betur við að fólk komi til hans og segi að Tíbet-tónleikarnir og myndin hafi verið því innblástur.

Ritchie heilsar

nýfæddri dóttur

LIONEL Ritchie var feikna vinsæll á níunda áratugnum með lög á borð við "Hello" eða Halló. Hann gat einmitt sagt halló við nýfædda dóttur sína á mánudag en þá eignaðist hann sitt annað barn, sem skírt var Sofia, með eiginkonu sinni Diane. Þau eiga fyrir strákinn Miles sem er fjögurra ára og svo á Ritchie 16 ára dóttur, Nicole, úr fyrra hjónabandi.

Sögur af andlátinu stórlega ýktar

BOB Geldof hefur beðist afsökunar á því að tilkynna andlát rokkarans Ian Dury úr krabbameini, enda er Dury ennþá á lífi. Hlustandi hafði borið fram spurningu um líðan Durys í útvarpsviðtali við Geldof, sem var fljótur til svara, ­ allt of fljótur. "Þetta vakti óneitanlega undrun og kom illa við menn," sagði talsmaður rokkstjörnunnar Dury sem átt hefur við lifrarkrabbamein að stríða.RED Buttons og Kirk Douglas mættu saman í níræðisafmæli Milton Berle 12. júlí.

Randy Quaid

BEASTIE Boys hafa tekið út þroska síðan þessi mynd var tekin.

Lionel Ritchie

Bob Geldof