KYNLÍFSHNEYKSLIÐ í Hvíta húsinu hefur komið mörgum skemmtikrafti í Bandaríkjunum frá fátækt til bjargálna. Að minnsta kosti fá þeir eitthvað til að moða úr. Nýleg könnun sýnir að spjallþáttastjórnendurnir Jay Leno, David Letterman, Conan O'Brien og Bill Maher sögðu samtals 1.172 brandara um Clinton Bandaríkjaforseta og kynlíf á fyrstu sex mánuðum ársins.

1.172 brandarar um

Clinton á sex mánuðum

KYNLÍFSHNEYKSLIÐ í Hvíta húsinu hefur komið mörgum skemmtikrafti í Bandaríkjunum frá fátækt til bjargálna. Að minnsta kosti fá þeir eitthvað til að moða úr. Nýleg könnun sýnir að spjallþáttastjórnendurnir Jay Leno, David Letterman, Conan O'Brien og Bill Maher sögðu samtals 1.172 brandara um Clinton Bandaríkjaforseta og kynlíf á fyrstu sex mánuðum ársins.

Sú tala inniheldur ekki brandarasúpurnar í ágúst eftir að Clinton játaði að hafa átt í kynferðislegu sambandi við lærlinginn unga Monicu Lewinsky.

Leno er manna ósvífnastur og hefur sagt 545 brandara og Letterman kemur á eftir honum með 364. Bob Mulligan, framkvæmdastjóri Fjölmiðla- og almannatengslamiðstöðvarinnar í Washington sem stóð fyrir könnuninni, sér ekki spaugilegu hliðina á þessum bröndurum. "Þessir brandarar hafa ekki komið neinum í gott skap eða aukið hróður neins," segir hann. "Þeir eru orðnir mjög illyrmislegir í eðli sínu."DAVID Letterman með kryddpíunum í nýlegum spjallþætti. Hann hefur sagt 364 kynlífsbrandara um Clinton frá áramótum.