TUTTUGU tónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Að hátíðinni standa Jazzdeild FÍH og Reykjavíkurborg og stendur hún yfir í fimm daga. Tríó bandaríska kontrabassaleikarans Ray Brown er skrautfjöður hátíðarinnar.

Ray Brown og tríó á

Jazzhátíð Reykjavíkur

TUTTUGU tónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst miðvikudaginn 9. september næstkomandi. Að hátíðinni standa Jazzdeild FÍH og Reykjavíkurborg og stendur hún yfir í fimm daga. Tríó bandaríska kontrabassaleikarans Ray Brown er skrautfjöður hátíðarinnar.

Ray Brown er lifandi goðsögn innan djassheimsins. Hann hefur leikið með helstu forkólfum djassins í um 50 ár, þar á meðal Dizzy Gillespie, Charlie Parker, Oscar Peterson og fleirum. Undanfarin ár hefur hann verið með sitt eigið tríó og leikið inn á fjölda hljómplatna fyrir Telarc útgáfuna. Tónleikar tríós Ray Brown verða í Íslensku óperunni 13. september.

Þá gefst tækifæri til að hlýða á Pétur Östlund með kvartetti Putte Wickman á Hótel Sögu 9. september og Kvintett Egils B. Hreinssonar heldur útgáfutónleika á Sóloni Íslandusi 10. september.