"ÞETTA er markvisst nám og hefur nýst mér vel," segir Dagmar Agnarsdóttir hársnyrtimeistarisem var fyrst á námskeiði í Enskuskólanum á vorönn árið 1996. Hún fór á sumarnámskeið þetta sama ár og var svo eina önn í vetur. "Kennslan hefur verið 1­2 sinnum í viku á þeim námskeiðum sem ég hef verið á," segir hún.
Til að vera betur

viðræðuhæf á ensku"ÞETTA er markvisst nám og hefur nýst mér vel," segir Dagmar Agnarsdóttir hársnyrtimeistarisem var fyrst á námskeiði í Enskuskólanum á vorönn árið 1996. Hún fór á sumarnámskeið þetta sama ár og var svo eina önn í vetur.

"Kennslan hefur verið 1­2 sinnum í viku á þeim námskeiðum sem ég hef verið á," segir hún. Dagmar rekur hársnyrtistofuna Zsa Zsa í Kópavogi og hefur því numið enskuna á kvöldin og reiknar með að fara á fleiri námskeið og jafnvel síðar meir ef tækifæri gefst til að fara í skóla í Englandi.

"Kennslan er bæði góð og gagnleg," segir hún, "hver nemandi er tekinn tali og fer í námshóp við hæfi. Markmið mitt með náminu er að vera betur viðræðuhæf á enskunni við hverskonar tækifæri."

Hún segir að málfræði, lestri, skrift og talmáli sé blandað hæfilega saman og að nemendur geti valið sér áherslur. "Námsefnið er líka byggt þannig upp að auðvelt er að hefja samræður um það."

Dagmar segir að þetta hafi verið skemmtilegt nám og hún hafi öðlast aukið öryggi. "Þjálfun er góð, því fólk fær oft ekki mörg tækifæri til að tala málið sem það lærði eftir að hefðbundnum skóla lýkur," segir hún.

Morgunblaðið/Þorkell HVER nemandi er metinn í skólanum og fer í námshóp við hæfi," segir Dagmar á hársnyrtistofunni Zsa Zsa.