PAMELA Anderson Lee hefur fengið hlutverk í nýrri þáttaröð, V.I.P, sem hefur göngu sína í bandarísku sjónvarpi í haust. Pamela, sem er 31 árs, hefur lagt strandvarðabolinn á hilluna en í staðinn mun hún verða í hlutverki yfirmanns lífvarðaþjónustu í Beverly Hills. Í nýlegu viðtali við tímaritið Entertainment Weekly kemur fram að hún er einn af framleiðendum þáttanna.
Pamela í nýrri þáttaröð

PAMELA Anderson Lee hefur fengið hlutverk í nýrri þáttaröð, V.I.P, sem hefur göngu sína í bandarísku sjónvarpi í haust. Pamela, sem er 31 árs, hefur lagt strandvarðabolinn á hilluna en í staðinn mun hún verða í hlutverki yfirmanns lífvarðaþjónustu í Beverly Hills.

Í nýlegu viðtali við tímaritið Entertainment Weekly kemur fram að hún er einn af framleiðendum þáttanna. "Ég fylgist með leikprufum, les yfir handritið og hef hönd í bagga með kynningar- og auglýsingamálum," segir hún.

Aðspurð hvort hún eða Yasmine Bleeth hefði yfirhöndina í slagsmálum upp á líf og dauða, svarar hún: "Ég myndi sigra vegna þess að ég er með stálhæla en hún er á flatbotna Gucci-skóm. Við stríddum hvor annarri á þessu. Hún sagði: "Þetta eru bara góðir strandskór," og sagði: "Ég myndi aldrei ganga í svona skóm." Mér er ákaflega vel við Yasmine en ég myndi ganga í skrokk á henni."

Þá er Pamela spurð hvaða sælgæti hún myndi vera ef hún mætti velja sér. "Rjómasúkkulaði," svarar hún. "Það er í uppáhaldi hjá mér. Nei, annars, ég tek það aftur. Ég myndi vilja vera ein af þessum mjúku karamellum. Það á best við um mig."

Loks er hún spurð hvort hún hafi undrast að myndband sem sýndi ástarleik hennar og þáverandi eiginmanns hennar, Tommys Lees, varð að almenningseign í fyrra. "Mér finnst það hryllilegt," svarar hún. "Ég skil ekki af hverju ég er að klæða mig áður en ég fer út úr húsi. En hvað get ég gert? Lífið heldur áfram. Og ég veit að þeir sem stálu myndbandinu og þeir sem eru að selja það munu fá þetta borgað, hvort sem það verður karma eða fangelsi."