SLÖKKVILIÐ og bæjarstarfsmenn í Kópavogi stóðu í ströngu í fyrrakvöld við að hreinsa upp matarolíu sem lekið hafði úr gámi við flatbökustaðinn Hróa hött á Smiðjuvegi. Að sögn lögreglu var gatan glerhál vegna olíunnar og erfiðlega gekk að hreinsa götuna vegna þess hve þykk olían er.
Matarolía á götuna

SLÖKKVILIÐ og bæjarstarfsmenn í Kópavogi stóðu í ströngu í fyrrakvöld við að hreinsa upp matarolíu sem lekið hafði úr gámi við flatbökustaðinn Hróa hött á Smiðjuvegi. Að sögn lögreglu var gatan glerhál vegna olíunnar og erfiðlega gekk að hreinsa götuna vegna þess hve þykk olían er.

Morgunblaðið/Arnaldur