ENSKUSKÓLI Erlu Aradóttur, sem starfræktur er í Hafnarfirði, hefur haft það á stefnuskrá sinni að bjóða upp á námsferð til Englands á hverju sumri. Í sumar sem leið fór hópur á vegum Erlu á nýjar slóðir. Haldið var á fornar víkingaslóðir í Norður-Englandi, nánar tiltekið til Scarborough, á austurströnd Englands rétt austur af York.


Enskuskóli á faraldsfæti

ENSKUSKÓLI Erlu Aradóttur, sem starfræktur er í Hafnarfirði, hefur haft það á stefnuskrá sinni að bjóða upp á námsferð til Englands á hverju sumri. Í sumar sem leið fór hópur á vegum Erlu á nýjar slóðir. Haldið var á fornar víkingaslóðir í Norður-Englandi, nánar tiltekið til Scarborough, á austurströnd Englands rétt austur af York. Enskunám var stundað í nokkrar vikur í virtum skóla sem kallast Anglolang. Að sögn Erlu var almenn ánægja með kennsluna þar og voru öll tækifæri notuð til þess að þjálfa enskuna og kynnast enskri menningu. Farið var í stuttar og langar útsýnisferðir og fátt látið fram hjá sér fara.

Að sögn Erlu Aradóttur virðast margir af hennar nemendum telja það kost að vita af þessum möguleika og ætla sér greinilega að láta draum sinn um skólavist í Englandi rætast einhvern tímann í nánustu framtíð.

Í haust er sjötta starfsár Enskuskóla Erlu Aradóttur að hefjast. Segir Erla nemendafjöldann fara stöðugt vaxandi og áberandi sé hversu stórt hlutfall kvenna á góðum aldri sæki skólann.ALLT prófað. Hér má sjá hópinn uppáklæddan í ekta ensku teboði.