DANSKA kvikmyndin Festen í leikstjórn Thomas Vinterberg fékk Amandaverðlaunin að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og norska menntamálaráðumeytinu. Verðlaunin eru Amandastytta og 50.000 norskar krónur. Dómnefndin, en í henni situr Friðbert Pálsson fyrir Íslands hönd, kveðst hafa valið "bestu myndina af þeim bestu" og segir myndina framúrskarandi.
Dönsk mynd fékk

Amandaverðlaunin

DANSKA kvikmyndin Festen í leikstjórn Thomas Vinterberg fékk Amandaverðlaunin að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og norska menntamálaráðumeytinu. Verðlaunin eru Amandastytta og 50.000 norskar krónur. Dómnefndin, en í henni situr Friðbert Pálsson fyrir Íslands hönd, kveðst hafa valið "bestu myndina af þeim bestu" og segir myndina framúrskarandi.

Íslenska myndin Stikkfrí í leikstjórn Ara Kristinssonar var meðal tilnefndra kvikmynda.