DANSSKÓLI Heiðars Ástvaldssonar gengst fyrir sérstökum námskeiðum í því allra nýjasta í unglingadönsum dagana 1.­14. september. Tveir erlendir kennarar sjá í vetur um þessi námskeið til skiptis, þeir Amir El Falaki og Lasse Eckstrom. Á annað hundrað manns af yngri kynslóðinni kom á Amir námskeið í janúar, en vegna anna dansaranna hefur ekki verið hægt að hafa námskeið aftur fyrr en nú.
Kenna nýjustu unglingadansana

DANSSKÓLI Heiðars Ástvaldssonar gengst fyrir sérstökum námskeiðum í því allra nýjasta í unglingadönsum dagana 1.­14. september. Tveir erlendir kennarar sjá í vetur um þessi námskeið til skiptis, þeir Amir El Falaki og Lasse Eckstrom.

Á annað hundrað manns af yngri kynslóðinni kom á Amir námskeið í janúar, en vegna anna dansaranna hefur ekki verið hægt að hafa námskeið aftur fyrr en nú. Samkvæmt áætlun verða svo þessi námskeið í allan vetur.