Sigríður Ásta Stefánsdóttir Elsku amma okkar er dáin og langar okkur að skrifa nokkur kveðjuorð.

Fyrstu minningar okkar um ömmu voru tengdar Berlín á Seyðisfirði og þangað var alltaf gaman að koma í heimsókn. Ævinlega var tekið á móti okkur með hlýju og hlöðnu borði af kræsingum enda amma þekkt fyrir mikla gestrisni og ófáir fengið að snæða hjá henni í gegnum tíðina. Henni þótti mjög vænt um fjölskylduna sína og gladdist mjög ef fjölgaði í henni.

Árið 1993 flutti amma upp í Hérað vegna veikinda sinna. Gaf það okkur tækifæri til að njóta fleiri samverustunda með henni sem seint gleymast. Amma var búin að vera með ólæknandi sjúkdóm í mörg ár og aldrei kvartaði hún, í mesta lagi sagðist hún vera slöpp. Síðustu mánuðina þegar veikindi hennar voru sem mest var gaman að geta glatt hana með því að koma með litlu langömmustelpurnar í heimsókn sem vissu að "langa" lumaði alltaf á einhverju góðgæti í skúffunni.

Elsku amma, við söknum þín sárt.

Ég veit þú heim ert horfin nú

og hafin þrautir yfir.

Svo mæt og góð, svo trygg og trú

svo tállaus, falslaus reyndist þú.

(Steinn Steinarr) Dagný og Magnús.