SIGRÍÐUR ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR

Sigríður Ásta Stefánsdóttir fæddist í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 13. apríl 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Egilstaða 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Baldvinsson, bóndi og hreppstjóri frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, f. 9.1. 1883, d. 10.8. 1964, og Ólafía Ólafsdóttir frá Króki á Rauðasandi, f. 12.11. 1985, d. 3.1. 1971. Systkini Sigríðar Ástu: Baldvin Trausti, f. 7.2. 1910, d. 6.12. 1983, Sigurður Snæbjörn, f. 29.12. 1912, d. 16.11. 1980, Kristbjörg, f. 21.4. 1914, Ingibjörg, f.18.11. 1915, d. 9.4. 1987, Hulda, f. 26.12. 1920, d. 26.4. 1989, Ólafur, f. 18.4. 1923. Sigríður Ásta giftist 12.8. 1950 Magnúsi Sigurðssyni, f. 14.11. 1917, d. 17.4. 1983. Foreldrar hans voru Sigurður Steindórsson, póstur og bóndi á Tókastöðum, Eiðaþinghá, og Guðný Jónsdóttir frá Finnstöðum. Börn Ástu og Magnúsar eru: 1) Anna Kristín, f. 17.8. 1949, húsmóðir og bóndi að Tókastöðum, Eiðaþinghá, maki Áskell Gunnar Einarsson bóndi, Tókastöðum. Sonur þeirra er Magnús Einþór, f. 24.6. 1978. Barn Önnu er Dagný Sylvía Sævarsdóttir, f. 2.8. 1975, maki Sigfús Jónsson. Dætur þeirra eru: Aldís Anna, f. 19.8. 1995, og Ásrún Svala, f. 4.6. 1997. 2) Óla Björg, f. 5.2. 1951, húsmóðir og skrifstofumaður á Seyðisfirði, maki Kristján Jóhann Tryggvason, húsasmíðameistari og múrari Seyðisfirði. Börn þeirra: Svanhildur Ásta, f. 9.12. 1971, maki Jón Ómar Erlingsson. Magnús Baldur, f. 25.3. 1974, maki Guðrún Valdís Ísaksdóttir. Elvar Snær, f. 4.3. 1978, maki Rósa Lárusdóttir. 3) Sigurður Reynir, f. 26.8. 1952, vélvirki, býr á Egilsstöðum, maki Þrúður Þórhallsdóttir, f. 9.9. 1957, húsmóðir og póstafgr.maður Egilsstöðum. Börn þeirra: Eva Snædís, f. 29.10. 1976, Davíð Sindri, f. 12.8. 1979, Magnús Þór, f. 4.2. 1989. 4) Stefán Smári, f. 30.5. 1960, verkamaður, hlunnindabóndi í Stakkhlíð, býr á Seyðisfirði, maki Sigríður Þórstína, f. 6.7. 1965, húsmóðir Seyðisfirði. Barn þeirra: Sigurður Snæbjörn., f. 5.12. 1993. 5) Steindór Gunnar, f. 28.6. 1962, húsasmiður, býr í Reykjavík, maki Sigrún Þuríður Broddadóttir, f. 5.5. 1962, þroskaþjálfi. Börn þeirra: Freydís Dögg, f. 21.3. 1984, og Bergdís Björk, f. 1.8. 1997. Sigríður Ásta lauk barnaskólaprófi í Loðmundarfirði, en 16 ára fór hún í vinnumennsku á Seyðisfirði og síðar á Patreksfirði, ennfremur stundaði hún nám í Húsmæðrakóla Reykjavíkur í einn vetur. Árið 1949 hóf hún ásamt manni sínum, Magnúsi Sigurðssyni, búskap í félagi við foreldra Sigríðar Ástu í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þau bjuggu í Stakkahlíð í 19 ár, en þá brugðu þau búi og settust að á Seyðisfirði. Þar stundaði hún, ásamt manni sínum, búskap í smáum stíl, jafnframt því sem hún vann við fiskvinnslustörf. Árið 1983 andaðist Magnús Sigurðsson, en Sigríður Ásta bjó áfram á Seyðisfirði til ársins 1993 en þá fluttist hún til Egilsstaða, á dvalarheimili aldraðra, Lagarási 17. Þar bjó hún þar til hún lagðist inn á Heilbrigðisstofnunina á Egilsstöðum þar sem hún dvaldi til æviloka.

Sigríður Ásta verður kvödd frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.