Arnbjörg Guðlaugsdóttir Þó að hún amma okkar sé dáin verður hún alltaf til í huga okkar. Minningarnar sem við eigum um ömmu okkar og afa á Patró eru okkur mikilvægar og hafa veitt okkur margar gleðistundir. Þegar við vorum minni og áttum erfitt með að sætta okkur við, að missa þá sem okkur þótti vænt um sagði mamma okkur að þegar fólk dæi og færi til Guðs setti það ljós á himininn, stjörnu, sem myndi lýsa okkur og gleðja um ókomin ár. Nú er stjarnan hennar ömmu komin á himininn með öllum hinum stjörnunum sem okkur þykir svo vænt um og við vitum að þaðan mun hún líta eftir okkur og gleðja eins og hún gerði meðan hún lifði.

Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,

að lokkar oss himins sólarbrá,

og húmið hlýtur að dvína,

er hrynjandi geislar skína.Vor sál er svo rík af trausti og trú,

að trauðla mun bregðast huggun sú.

Þó æfin sem elding þrjóti,

guðs eilífð blasir oss móti.Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,

að hugir í gegnum dauðann sjást.

- Vér hverfum og höldum víðar,

en hittumst þó aftur - síðar.

(Jóhannes úr Kötlum.) Guð blessi minningu þína, elsku amma.

Brynjar Ingi, Pétur Þór og

Sveinn Þórir Erlingssynir.