Arnbjörg Guðlaugsdóttir Elsku Adda amma mín, ég kveð þig með fáeinum orðum. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin, en ég mun geyma allar minningar um þig í hjarta mínu, við verðum að átta okkur á að nú líður þér vel og ert komin til afa og búin að hitta allt þitt fólk. Ég skal biðja Guð um að geyma þig vel, elsku amma mín.

Lífið þitt var einskær ást

allra sár þú vildir græða.

Hjartað rótt með þreki ei brást

á þyrnum vegi lífs að þræða

fljótt það þroska fékk á láði

frækornið sem guð þar sáði.

(Kristmundur Jónsson.) Guð blessi þig og geymi í faðmi sínum.

Þitt barnabarn,

Heiðrún Fjóla Georgsdóttir.