ARNBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR

Arnbjörg Guðlaugsdóttir var fædd í Stóra-Laugardal 17. júní 1930. Hún lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur G. Guðmundsson bóndi í Stóra-Laugardal, f. 29.1. 1900, d. 28.2. 1988, og kona hans Hákonía J. Pálsdóttir, f. 4.8. 1907, d. 24.3. 1998. Arnbjörg var elst átta systkina. Þau eru Guðmundur, f. 3.8. 1931 kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur. Þórður, f. 10.6. 1933, kvæntur Ólöfu Þ. Hafliðadóttur. Páll, f. 6.11. 1935, kvæntur Ástu Torfadóttur. Jóna, f. 6.8. 1937, sambýlismaður Gunnar Sigurðsson. Helga, f. 25.8. 1940, d. 29.4. 1941. Sigrún Helga, f. 7.8. 1942, gift Bjarna Andréssyni. Margrét, f. 9.4. 1950 gift Erni S. Sveinssyni. Arnbjörg giftist 17. júní 1951 Haraldi Aðalsteinssyni, vélvirkjameistara, f. 14.4. 1927, d. 27.10. 1992. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Sveinsson frá Breiðuvík í Rauðasandshreppi, f. 2.11. 1902, d. 14.3. 1979 og kona hans Sigríður Steinunn Traustadóttir, f. 15.1. 1906, d. 28.10. 1992. Arnbjörg og Haraldur eignuðust 12 börn. 1) Ingibjörg, f. 13.5. 1952, húsmóðir, gift Pétri Ólafssyni skipstjóra og eiga þau 4 börn og 2 barnabörn. 2) Guðlaug Jóhanna, f. 4.7. 1953, afgreiðslum. og á hún eina dóttur. 3) Erlingur Sveinn, f. 14.7. 1954, útgerðarmaður, sambýliskona Margrét Einarsdóttir húsmóðir og hann á 3 syni frá fyrra hjónabandi. 4) Helga, f. 28.11. 1955, húsmóðir, gift Georg Guðmundssyni trefjaplasttækni og eiga þau 4 börn. 5) Aðalsteinn Unnar, sjómaður, f. 16.11. 1956 og á hann 3 börn og 2 barnabörn. 6) Rannveig, f. 8.2. 1958, verkakona, og á hún 2 börn. 7) Skúli Theódór, f. 25.3. 1959, vélstjóri, kvæntur Ýr H. Einarsdóttur húsmóður og eiga þau 3 börn. 8) Þröstur, f. 24.10. 1960, vélvirki. 9) Þórey Arna, f. 7.1. 1966, afgreiðslum., sambýlismaður Ásgeir H. Ingólfsson bílstjóri og á hún eina dóttur. 10) Brynja, f. 26.3. 1968, húsmóðir, sambýlismaður Magnús J. Áskelsson, útgerðarmaður, og eiga þau 4 börn. 11) Ólafur Felix, f. 14.10. 1970, skipstjóri, sambýliskona Bjarnveig Guðbjartsdóttir húsmóðir og eiga þau 2 börn. 12) Regína, f. 9.6. 1974 húsmóðir, sambýlismaður Gunnar I. Bjarnason, vélstjóri, og eiga þau eina dóttur. Arnbjörg fór ung að árum í Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum, eftir það var hún lengi í vist hjá Friðþjófi Ólafssyni og konu hans á Patreksfirði. Arnbjörg og Haraldur stofnuðu heimili á Túngötu 15 á Patreksfirði og flutti til þeirra föðurbróðir Haraldar Sveinn Sveinsson sem bjó hjá þeim þar til hann lést árið 1986. Þau byggðu hús árið 1969 að Mýrum 13 sem var þeirra heimili eftir það. Nokkrum árum fyrir andlát Haraldar keyptu þau veitingastaðinn Matborg. Þar störfuðu þau bæði ásamt börnum sínum auk þess sem Arnbjörg sá um þvottahúsið á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar allt þar til hún veiktist fyrir rúmu ári. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.