Arnbjörg Guðlaugsdóttir Að kvöldi 19. ágúst bárust mér þau sorglegu tíðindi að hún tengdamóðir mín, hún Adda, væri farin yfir móðuna miklu eftir erfiða sjúkralegu á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar og mikla baráttu við hið illa krabbamein. Mig langar að kveðja hana og hann tengdafaðir minn hann Halla Aðalsteins sem lést hinn 27.10. 1992. Þau hjón voru mér sem foreldrar eftir að ég kom hingað fyrir um 10 árum. Berið þeim afkomendum þeirra þessa bæn.

Góður Guð mér gefðu trú,

gleði, styrk og vilja.

Ó, Drottinn byggðu bjargarbrú,

Ég bið þig, mig að skilja.

(Bjarni Ingólfsson) Ég sendi börnum og tengdabörnum og börnum þeirra, hinstu samúðarkveðju og eiginkonu minni og dóttur.

Ásgeir Hinrik Ingólfsson.