23. september 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Hækkandi vatnsborð í Hágöngumiðlun

MIÐLUNARLÓNIÐ við Hágöngur er óðum að fyllast eftir að hleypt var á það vatni í sumar. Yfirborð lónsins stendur nú í 812,4 m yfir sjávarmáli en endanlegt yfirborð þess verður 816 m y.s. Lónið er misjafnlega djúpt en dýpst er það næst stíflunni, 16 metrar. Á myndinni má sjá aðalstíflu Hágöngumiðlunar þar sem hún stendur austan við Syðri-Hágöngu, og er hún 38 metra há.
Hækkandi vatnsborð í Hágöngumiðlun

MIÐLUNARLÓNIÐ við Hágöngur er óðum að fyllast eftir að hleypt var á það vatni í sumar. Yfirborð lónsins stendur nú í 812,4 m yfir sjávarmáli en endanlegt yfirborð þess verður 816 m y.s. Lónið er misjafnlega djúpt en dýpst er það næst stíflunni, 16 metrar. Á myndinni má sjá aðalstíflu Hágöngumiðlunar þar sem hún stendur austan við Syðri-Hágöngu, og er hún 38 metra há. Óvíst er hvenær lónið verður orðið fullt, en miðað við eðlilegt rennsli gæti það orðið um áramótin, að sögn Hermanns Hermannssonar fulltrúa verkkaupa á svæðinu.

Morgunblaðið/RAX

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.