BÚNAÐARBANKI Íslands hefur valið breska endurskoðunarfyrirtækið KPMG í London til að verða bankaráði bankans til ráðgjafar um gengi á hlutabréfum í almennu útboði sem fram fer síðar á árinu. Innan KPMG mun sérstök deild, Corporate Finance, annast verkið. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Búnaðarbankanum er undirbúningsvinna hafin og áætlað að fyrirtækið ljúki verkinu á 4-5 vikum.
Búnaðarbanki Íslands KPMG í London ráðgjafi um gengi á hlutabréfum

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur valið breska endurskoðunarfyrirtækið KPMG í London til að verða bankaráði bankans til ráðgjafar um gengi á hlutabréfum í almennu útboði sem fram fer síðar á árinu. Innan KPMG mun sérstök deild, Corporate Finance, annast verkið.

Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar hjá Búnaðarbankanum er undirbúningsvinna hafin og áætlað að fyrirtækið ljúki verkinu á 4-5 vikum.

Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu verður hlutafé að nafnvirði 600 milljónir selt í þessum mánuði og næsta, hluti á genginu 1,26 til starfsmanna og afgangurinn í almennu útboði.