UMSKIPTI urðu á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær af því að hlutabréf stigu í verð eftir lækkanir að undanförnu vegna þess að fjárfestar binda vonir við vaxtalækkun. Ýmsir draga í efa að hækkunin sé til frambúðar, en hún var almenn, náði til flestra helztu kauphalla Evrópu og komst í yfir 5%.


Umskipti á evrópskum mörkuðumUMSKIPTI urðu á evrópskum verðbréfamörkuðum í gær af því að hlutabréf stigu í verð eftir lækkanir að undanförnu vegna þess að fjárfestar binda vonir við vaxtalækkun. Ýmsir draga í efa að hækkunin sé til frambúðar, en hún var almenn, náði til flestra helztu kauphalla Evrópu og komst í yfir 5%. Hækkun í Tókýó í fyrrinótt leiddi til kaupgleði í Evrópu og hagnaðurinn jókst þegar þeirri skoðun óx fylgi að vextir í heiminum kynnu i að hríðfalla. Fjárfestar vilja miklar vaxtalækkanir og sterkari dollar um leið og að stöðugleiki verði aukinn nokkuð í fjármálageiranum," sagði sérfræðingur Merrill Lynch. Ef þetta gerist ætti evrópski markaðurinn að lifna við." Um 100 punkta hækkun eftir opnun í Wall Street jók á bjartsýnina, en staðan vestra hafði versnað þegar viðkiptum lauk í Evrópu. Spænskir vextir voru lækkaðir um 0,50% í 3,75% og það efldi vonir um vaxtalækkun víðar í Evópu. Spænska Ibex-35 vísitalan hækkaði um tæp 6% og líkur á kosningasigri Cardoso forseta í Brasilíu styrktu markaðinn á Spáni. Ýmsir bandarískir sérfræðingar telja að bandarískir vextir verði lækkaðir aftur í nóvember eftir 0,25% lækkun á dögunum. Í London varð mesta hækkun á FTSE 100 á einum degi í 6 1/2 ár eftir mestu lægð í 14 mánuði á mánudag; hækkunin nam 205,3 punktum, eða 4,4&, og kom í kjölfar lækkana fjóra viðskiptadaga í röð. Verð helztu hlutabréfa hækkaði um 37 milljarða punda.