ÞINGMANNANEFND, sem skipuð var á síðasta ári til að gera tillögur um breytta kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, leggur til að kjördæmum verði fækkað úr átta í sex. Tillaga er gerð um að skipta Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi og til verði sex kjördæmi með 9­11 þingmönnum.

Óhjákvæmilegt verður að

breyta kjördæmaskipaninni

ÞINGMANNANEFND, sem skipuð var á síðasta ári til að gera tillögur um breytta kjördæmaskipun og tilhögun kosninga til Alþingis, leggur til að kjördæmum verði fækkað úr átta í sex. Tillaga er gerð um að skipta Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi og til verði sex kjördæmi með 9­11 þingmönnum.

Friðrik Sophusson, alþingismaður og formaður nefndarinnar, sagði að allir stjórnmálaflokkar hefðu það á stefnuskrá sinni að draga úr því misvægi sem nú er á vægi atkvæða milli kjördæma. Flokkarnir hefðu sett fram ólíkar hugmyndir um hvernig ætti að ná þessu markmiði og því væri niðurstaða nefndarinnar málamiðlun milli sjónarmiða. Hann sagði ljóst að ef ætti að draga úr misvægi atkvæða væri óhjákvæmilegt að breyta núverandi kjördæmaskipan. Það væri ekki hægt að ná þessu markmiði innan núverandi kerfis.

Tillagan fer til flokksformanna

Þingflokkar á Alþingi hafa tvívegis rætt hugmyndir nefndarinnar, en ekki liggur fyrir formlega afstaða flokkanna til tillagnanna. Friðrik sagði að nefndin legði til að tillögurnar færu nú til umfjöllunar hjá formönnum flokkanna og þeir kæmu sér saman um að leggja fram nauðsynleg lagafrumvörp. Drög að frumvörpum til breytinga á stjórnskipunarlögum og til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis fylgja skýrslu nefndarinnar. Friðrik sagði mikilvægt að frumvörpin kæmu fram sem fyrst á þingi svo nægur tími gæfist til að afgreiða þau fyrir þinglok.

Nefndin gerir þá tillögu að Vesturland, Vestfirðir og Húnavatnssýslur verði sameinaðar í eitt kjördæmi. Skagafjörður, Siglufjörður, Norðurland eystra og Múlasýslur verði eitt kjördæmi. Þriðja landsbyggðarkjördæmið verði A-Skaftafellssýsla, Suðurland og Suðurnes. Tillaga er gerð um að Reykjanes án Suðurnesja verði sjálfstætt kjördæmi. Þá er gerð tillaga um að Reykjavík verði skipt upp í tvö jafnstór kjördæmi.Fjórum núverandi/32