Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum sem Atli Eðvaldsson valdi fyrir leik ungmennaliðsins, U21, í Armeníu á laugardag. Eiður Smári bætist við 16 manna hópinn sem var valinn fyrir leikinn við Frakka á Akranesi 5. september sl.

Eiður Smári

í landsliðið á ný Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum sem Atli Eðvaldsson valdi fyrir leik ungmennaliðsins, U21, í Armeníu á laugardag. Eiður Smári bætist við 16 manna hópinn sem var valinn fyrir leikinn við Frakka á Akranesi 5. september sl.

"Hann smellur vel inní hópinn og honum verður vel fagnað," sagði Atli, þegar hann tilkynnti hópinn í gær, en Eiður Smári hefur ekki leikið landsleik síðan hann meiddist í leik með 18 ára liðinu vorið 1996.

Atli sagði að óvenjulegt væri að hefja leik klukkan níu að morgni að íslenskum tíma en strákarnir hefðu kynnst ýmsu. "Við fórum í erfiða ferð til Rúmeníu í fyrra eftir leik við Íra heima en erum betur búnir undir átökin að þessu sinni þótt við vitum ekkert um mótherjana og rennum blint í sjóinn."

Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum:

Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR, Fjalar Þorgeirsson, Þrótti, Arnar Þór Viðarsson, Lilleström, Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton, Þorbjörn Atli Sveinsson, Bröndby, Valur Fannar Gíslason, Strömsgodset, Bjarni Guðjónsson, Newcastle, Ívar Ingimarsson, ÍBV, Jóhann B. Guðmundsson, Watford, Heiðar Helguson, Lilleström, Haukur Ingi Guðnason, Liverpool, Andri Sigþórsson, KR, Davíð Örvar Ólafsson, FH, Björn Jakobsson, KR, Reynir Leósson, ÍA, Edilon Hreinsson, KR, og Sigurður Elí Haraldsson, FH.