TILLAGA um að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur verið lögð fram í borgarráði. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra munu með sameiningunni skapast ný tækifæri til rannsókna, þróunar og markaðssóknar.
Hitaveita og Rafmagnsveita sameinaðar

TILLAGA um að sameina Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur verið lögð fram í borgarráði. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra munu með sameiningunni skapast ný tækifæri til rannsókna, þróunar og markaðssóknar.

Rúmt ár er síðan undirbúningur að sameiningu hófst og sagði borgarstjóri að kappkostað hefði verið að samstarf við starfsmenn fyrirtækjanna yrði sem best. Sagði Ingibjörg að framundan væri mikil vinna en gera mætti ráð fyrir að sameiningarferlið tæki langan tíma. Ákveðið hefur verið að auglýsa eftir forstjóra að fyrirtækinu á næstunni.Orkuveita Reykjavíkur/6