HREFNA Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, segir Landssímann ekki hafa í hyggju að veita sérstakan afslátt af GSM- símum gegn því að kaupendur gerist áskrifendur að GSM-þjónustu fyrirtækisins en Tal hf. hefur auglýst slík kjör.
Landssíminn um skilyrta sölu símtækja

"Getur skapað

óeðlilega mismunun milli seljenda"

HREFNA Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Landssímans, segir Landssímann ekki hafa í hyggju að veita sérstakan afslátt af GSM- símum gegn því að kaupendur gerist áskrifendur að GSM-þjónustu fyrirtækisins en Tal hf. hefur auglýst slík kjör.

Við teljum það ekki í samræmi við samkeppnislög að nota tekjur af leysisbundinni starfsemi til þess að binda viðskiptavini við eitt símafyrirtæki í heilt ár," segir hún. "Enda getur svona niðurgreiðsla á símtækjum skapað óeðlilega mismunun á milli seljenda notendabúnaðar."

Hjá Landsímanum er stofngjald í GSM-farsímaþjónustu 2.200 kr. og geta áskrifendur valið um frístundaáskrift, almenna áskrift og stórnotendaáskrift. Mánaðargjald frístundaáskriftar er 450 kr., mánaðaráskrift almennrar áskriftar 550 kr. og mánaðaráskrift stórnotendaáskriftar 1.250 kr. Í frístundaáskrift kostar mínútan í almenna kerfinu 24 kr. og mínútan í GSM-kerfinu 22 kr. Í almennri áskrift kostar mínútan í almenna kerfinu 20 kr. og mínútan í GSM- kerfinu 18 kr. Í stórnotendaáskrift kostar mínútan í almenna kerfinu 15 kr. og mínútan í GSM-kerfinu 13 kr.

Mánaðargjald eftir mínútufjölda

Stofngjald farsímaþjónustu Tals hf. er hins vegar 2.000 kr. og geta áskrifendur valið um að greiða 1.700 kr. mánaðargjald fyrir 60 mínútna notkun, 3.800 kr. fyrir 180 mínútna notkun, 7.500 kr. fyrir 420 mínútna notkun eða 12.500 kr. fyrir 800 mínútna notkun. Hver umfram mínúta innan tímatalskerfisins kostar síðan 10 krónur en dagtaxti umfram mínútna í almenna kerfinu er 20,50 kr. og kvöld- og helgartaxti 13,50 kr.