GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 10. og 11. október og verður það haldið í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30. "Líföndun er leið til að tengjast tilfinningum og finna fyrir andartakinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og finnum meiri lífsgleði.
Námskeið í líföndun

GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 10. og 11. október og verður það haldið í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30.

"Líföndun er leið til að tengjast tilfinningum og finna fyrir andartakinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og finnum meiri lífsgleði. Á námskeiðinu gefst okkur tækifæri til að stíga út úr lífi okkar og skoða það frá nýju sjónarhorni," segir í fréttatilkynningu.