NÚ leggur Smári Valtýr Snæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að laxi, sem er líklega frekar nýstárleg fyrir marga. Hér notar Smári safa úr appelsínu og sítrónu ásamt fleiru í marineringu til að gefa laxinum sérstakt bragð, en uppskriftin er fyrir fjóra. Smári er matreiðslumaður á Skólabrú og formaður í Félaginu Freistingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á netinu.
SOÐNINGIN

Appelsínu- og sítrónusteiktur lax með dillsmjöri NÚ leggur Smári Valtýr Snæbjörnsson lesendum Versins til uppskrift að laxi, sem er líklega frekar nýstárleg fyrir marga. Hér notar Smári safa úr appelsínu og sítrónu ásamt fleiru í marineringu til að gefa laxinum sérstakt bragð, en uppskriftin er fyrir fjóra. Smári er matreiðslumaður á Skólabrú og formaður í Félaginu Freistingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á netinu. netfangið er: http://www.treknet.is/freisting/

Uppskrift

Safi úr 1 appelsínu og 1 sítrónu 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sinnep salt og nýmalaður pipar 4 stk. laxasteikur (190 gr. stk) 40 g smjör 2 msk. ferskt dill (saxað) Aðferð: Blandið saman appelsínu- og sítrónusafa, olíu, sinnepi og kryddi. Setjið laxasteikurnar á disk og hellið sítrus-marineringunni yfir og geymið í 1-2 klst. Á meðan beðið er eftir laxinum, blandið saman smjöri, dilli og kryddi, setjið dillsmjörið á álpappír og rúllið upp í pulsu, kælið og skerið dillsmjörið í 4 jafna bita. Steikið laxinn í u.þ.b.5-8 mín (fer eftir þykkt), snúið reglulega við og penslið með marineringunni. Gott er að gefa með þessu ferskt salat, sólþurrkaða tómata og dillsmjörið.