SÖNGVARINN Bobby Brown, eiginmaður Whitney Houston, lauk á föstudag við afplánun fimm daga fangelsisdóms fyrir ölvunarakstur. Söngvaranum var sleppt úr fangelsi í Flórída á föstudagsmorgun. Hann mætti í afplánunina á hvítum Rolls- Royce-blæjubíl síðla á mánudag. Kviðdómur sakfelldi hann í janúar fyrir að aka tvisvar undir áhrifum.
Bobby Brown laus úr grjótinu

SÖNGVARINN Bobby Brown, eiginmaður Whitney Houston, lauk á föstudag við afplánun fimm daga fangelsisdóms fyrir ölvunarakstur. Söngvaranum var sleppt úr fangelsi í Flórída á föstudagsmorgun. Hann mætti í afplánunina á hvítum Rolls- Royce-blæjubíl síðla á mánudag. Kviðdómur sakfelldi hann í janúar fyrir að aka tvisvar undir áhrifum. Í fyrra skiptið ók hann svörtum Porsche Carrera á girðingu við bóndabæ í Suður- Flórída og var það í ágúst árið 1996.

BOBBY Brown og Whitney Houston þegar allt lék í lyndi.