SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað í 20 árum um þessar mundir. Til að minnast þeirra tímamót hélt kórinn vestur á Snæfellsnes laugardaginn 3. október sl. og hélt tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir voru í Ólafsvíkurkirkju. Þar sungu með kórnum kórar Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju.

Snæfellingakórinn heimsækir Snæfellsnes

Morgunblaðið. Stykkishólmur.

SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað í 20 árum um þessar mundir. Til að minnast þeirra tímamót hélt kórinn vestur á Snæfellsnes laugardaginn 3. október sl. og hélt tvenna tónleika. Fyrri tónleikarnir voru í Ólafsvíkurkirkju. Þar sungu með kórnum kórar Ólafsvíkurkirkju og Ingjaldshólskirkju. Seinni tónleikarnir voru í Stykkishólmskirkju og þar söng kór Stykkishólmskirkju með Snæfellingakórnum. Tónleikarnir tókust vel og voru áheyrendur mjög hrifnir af söng kóranna. Í lok tónleikanna sungu kórarnir saman þrjú lög. Undirleikari á tónleikunum var Peter Máté. Stjórnandi Snæfellingakórsins er Hólmarinn Friðrik S. Kristinsson og hefur hann stórnað kórnum í 12 ár af þessum 20 árum. Fyrsti kórstjórinn var Jón Ísleifsson.

Um kvöld var haldinn afmælisfagnaður á Hótelinu í Stykkishólmi. Auk kórfélaga mætti kórfólk af Snæfellsnesi. Þetta var erfiður og strangur dagur fyrir félagana í Snæfellingakórnum, en ánægjulegur og tímamótin lifa í minningunni.

Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík ásamt kirkjukór Stykkishólmskirkju og stjórnandanum Friðrik S. Kristinssyni og Peter Máte píanóleikara.